Já komiði Sæl og Blessuð gott fólk.

Hérna er annar póstur á stuttum tíma sem fjallar um framfarir Skemmileggja í Ulduar.

Ég held að við höfum verið að ganga úr skugga um það að við séum besta íslenska raiding guildið. Núna erum við búnir með 7 stykki í 25 manna Ulduar og voru allir 25 mans Íslendingar í guildinu Skemmileggja.

Við fórum fyrst á Flame Levithian og tók hann enga stund. Razorscale og XT fóru báðir niður í fyrst try og dóu fáir á báðum bossunum svo að það var frekar smooth.

Við ákvöðum að fara á Kologarn þar sem hann hafi farið niður í seinusta reseti en það tók þá sirka 2-3 klst. Í þetta skiptið ákvöðum við að taka þennan boss eins og alvöru menn(og 2 konur) og tókum hann í fyrsta try.

Við ákvöðum þá að fara til baka á Ignis sem hafði verið að gera nokkur vandræði gegn okkur. Í þetta skiptið var aðeins rætt tactics og svo ákvað bara að fara inn og prufa þetta. Viti menn, hann datt niður smooth í fyrsta try, og getiði hvað gerðist…..

FYRSTA LEGENDARY item'ið droppaði fyrir okkur. Ég vill óska Klobbi(Holy/disc Troll Priest) til hamingju með lootið og vonandi í framtíðini mun hann geta equip'að mace'ina.

Eftir Ignis tókum við smá pásu og ákvöðum hvaða boss við ætluðum að skemmileggja næst. Það var ákveðið að reyna við Auraya. Tókum fyrst try sem var pínu fail hjá tanks.
Tókum við annað try strax á eftir og hvað annað en kill kom til greina.

Þá voru 6 bossar down og rúmlega 1 klst eftir af raidinu. Afhverju ekki að reyna á Iron Council??? Auðvitað gerðu við það. Lentum í tveimur wpies þar sem tankinn fékk soldið mikið dmg + að healer'ar voru að lenda í internet vandamálum. Það var svo ákveðið þar sem manneskja þurfti að hafa aðeins fyrr að bæta við þriðju stelpuni í raidið og reyna svo, og viti menn, það var svo alveg frábært kill með mjög fáum deaths og þar að leiðandi 7 bossar komnir niður í Ulduar, og kom þetta allt á einu kvöldi í raidi sem byrjaði sirka 20:10 og var búið 23:30.

Ekki amalegt að ná svona góðu progressi á svona stuttum tíma miðað við að 3 bossar þarna voru first kills.

Ætla að benda á fyrir áhugasama að það er opið fyrir umsóknir í guildið.
Við viljum endilega bæta við members í guildið sem kunna að spila og erum með ágætis gear. Vefsíðan okkar er eftirfarandi: http://skemmileggja.guildomatic.com/forums/index.php (Þetta er beinn linkur að forums)

Upplýsingar um guildið:

Nafn: Skemmileggja
Server: Grim Batol
Officers: Skass, Cybermage, Klobbi og Alcasan.
Ulduar Progress: 25 Manna = 7/14 og 10 manna = 11/14
Má bæta við að við tökum oftast vikulega 10 og 25 manna naxxramas til að gear'a upp fólk sem þarfnast loot þar og er í því runi einungis notað rolls og er engin skyldumæting.

Svo má endilega henda á mig, Herces, skilaboð í gegnum juga ef þið hafið áhuga á að senda umsókn í guildið en viljið spyrja einhverja spurningar fyrst. Það er svo líka alltaf hægt að tala ingame við bæði fyrrnefnda officers ásamt líklega flestir members eru ávalt tilbúnir að svara spurningum fyrir áhugsasama.

Vill þakka fyrir mig, vonandi sé ég einhverja skemmtilegt og skilled fólk senda umsókn í guildið og komi til liðs við okkar að skemmileggja fleiri bossa í Ulduar.

“Chef” Herces “the Undying”