Eins og titillinn gefur til kynna þá var ég wow spilari frá vanilla en hætti í febrúar. Mér skilst að leikurinn hefur eitthvað breyst og þá seinast með nýja patchinum sem var mjög stór.

Ég hætti vegna þess að ég var hardcore spilari. Var Guild leader í einu af stærstu guildunum á wildhammer og ég hafði rosalega gaman að því að raida á highest lvl. Hinsvegar fór ég að hafa minni og minni tíma til að sinna leiknum sökum fjölskyldu og vinnu( yep ég er old bastard (28):) En frá því ég hætti hef ég saknað wow af og til þannig ég velti fyrir mér hvort það sé til guild þarna úti fyrir mig sem hentar mér.
Ég vinn vaktavinnu þannig ég get mestalagi raidað 1-2 í viku og mjög óstöðugt þar sem ég er á breytilegum vöktum og beð ungann minn aðrahverja viku.
Þar sem maður getur ekki skuldbundið sig sem alvöru raider þá væri ég líka til í að vera í guildi sem er að gera mikið arena.

Þannig að ég leita eftir guildi sem gerir eitthvað af eftirfarandi:
Raidar casually, fínt ef þetta væri bara 10 manna guild sem raida annaðslagið og gera ekki of mikla kröfur á að maður sé með lámarks ætingu.
Guild sem raidar og er mikið fyrir pvp
Guild sem er smíðað í kringum Arena lið.

Ég á Shaman lvl 80 en miðað við að hafa lesið shaman forumið í gær þá verður þetta víst nokkuð ónýtur class í cata. Ég á einnig Warrior, dk og Hunter á lvl 80 en allir eru á mismunandi serverum þannig ég myndi eflaust ekki færa´þá alla í einu.
endilega hafið samband ef þið hafið pláss fyrir einn gamlan hardcore spilara af gamla skólanum.