Sælt verið fólkið.

Mér langar að koma af stað smá umræðu. Ég náði loksins að verða mér út um eintak af starcraft. Leikur sem ég vissi ekki af fyrr en fyrir svona ári síðan.

Ég verð að viðurkenna að þessi leikur er stórkostlegur miðað við leik frá "97 og hefur greinilega verið barns sýns tíma.

Ég er núna að spila fyrsta campaine og ætla mér að fara í gegnum þau öll til að kynnast hverju og einu factioni sem best.

En það sem mig langar að vita er hver reynsla ykkar er að þessum leik. Hvaða side spilið þig helst og afhverju?
Hver er styrkleiki hvers faction fyrir sig og hverjir eru veikleikar þess. Þetta er meðal annars spurningar sem ég velti fyrir mér sem nýr starcraft spilari.

Ef það eru einhverjir starcraft spilarar enþá þarna úti sem myndu nenna að gefa sér smá tíma til að bú til smá pystil þar sem leikurinn er dreginn saman og styklað á stóru þá væri það alveg frábært.

En annars er ég búinn að setja mér það markmið að spila á næsta gamer móti þannig það er best að fara drýfa sig í að læra hratt:)

Bætt við 21. febrúar 2010 - 11:53
Jæja þá er maður búinn með fyrsta campaign og verð ég bara segja að ég er nokkuð ánægður með terran factionið. Er nokkuð simple að spila þar sem maður getur sett saman hvað hver bygging gerir svona með að sjá hana.

Er núna í zerg campaign. Er ekki með manualin með leiknum þannig maður er svona frekar mikið útá túni þegar kemur að hvaða bygging gerir hvað. En ég get vel séð afhverju svona margir spila zerge. Þeir eru gríðarlega fljótir að koma sér upp her og mér finnst nú ekki mikill munur á þeirra units og terran. Aðal vandamálið fyrir mig er að vita hvað gerir hvað en það kemur líklega þegar maður spilar meira.

Er mjög spenntur yfir því líka að spila Protoss. Þegar ég var aðeins búinn að kynna mér leikinn með að lesa um hann þá leist mér best á protoss factionið en svo er bara sjá hvernig manni líkar að spila þá.

En hvernig haldiði að skiptingin sé milli þess hvað fólk velur sér í faction?
50% zerg og svo hin sitthvor 25% sirka?

eða jafnvel meira af zerg playerum?