ÉG er í helvítis vandræðum með wow, ég náði í 1.4 uppfærsluna í dag og það gekk ágætlega (þrátt fyrir að hraðinn á blizzard downloaders sjúgi feitan) en þegar það var komið og ég ýtti á “finish” þá gerist ekkert.

Ég kveikti á wow og hann fór bara í sama ferli vildi ná í plástur (sem var þegar á sínum stað) og downoaderin fattaði að plásturinn var þar, bauð mér upp á að ýta á “finish” sem ég gerði og hvað gerðist, ekki neitt !

Ég ákvað því að uninstala leiknum og setja upp á nýtt, kveikti svo á honum og fékk í gang dl upp á 116 meg (sem er stærð á þeim plástri sem fer beint úr retail upp í 1.4) og þegar hann var búinn að dl-ast þá fékk ég “finish” takkan fræga, og þið getið ímyndað ykkur hvað gerðist, jú ekki neitt.

Einvherjar hugmyndir ? eða er þetta merki um að ég eigi að hætta að “eyða” tímanum mínum í WoW :)