Bilar Hin árlega Specialty Equipment Market Association (SEMA) aukahlutasýning er nú nýafstaðin í Las Vegas, USA. Þarna koma saman helstu aukahlutaframleiðendur þar vestra og sýna sínar helstu vörur. Ýmislegt athyglisvert sást á sýningunni en í heild má segja að Fast and The Furious andinn hafi svifið yfir vötnum í ár með skærum litum og tilheyrandi límiðum. Mini var sérdeilis vinsæll á sýningunni eins og Bílablað Moggans benti á núna um helgina. Bíllinn hér að ofan er hinsvegar af gerðinni VW Golf IV og er hér kominn með húddscoop og alles. Fleiri myndir frá sýningunni má sjá á www.urbanracer.com