Ég þarf að fara að sækja um nýtt ökuskírteini, vitði hvort það er tekið hart á því að skila ekki læknisvottorði með umsókninni? Ég nota linsur, og þarf þess vegna að fara til læknis í skoðun sem er algjörlega fáránlegt því ég er nýlega búinn í sjónmælingu og veit þess vegna alveg hvernig sjónin mín er, en nei, það er víst of flókið að einfaldlega skrifa það niður á blað með undirskrift.

Á núverandi ökuskírteini er ég skráður með að þurfa að nota gleraugu/linsur, er hægt að nota þær upplýsingar við endurnýjun? Eða get ég bara sagst hafa farið í leiser og þess vegna með fullkomna sjón…