Sáuð þið sjónvarpsfréttirnar á RÚV kl 19:00 15.01.
Þar var kennsla í því, hvernig ekki á keyra í hálku. Þegar bílarnir 2 runnu af stað, átti alls ekki að liggja á hemlunum, heldur sleppa þeim, og setja í bakkgír (þar sem þeir runnu aftur á bak) og reyna að stýra útúr þessu.
Fyrsta regla í akstri í hálku, aldrei læsa dekkjunum, og ef það gerist, þá reyna allt til þess að koma dekkjunum aftur á snúning, þar sem meðan dekkin eru læst, þá er bíllinn stjórnlaus.
Gott ráð til að halda stjórn á bíl, án þess að hann renni stjórnlaust, er að hafa hann í lágum gír og láta vélina halda við bílinn.
Kveðja habe