Ég verð að senda inn þessa grein vegna þess að ég er búinn að fá allt of mikið af hraðasektum. á 1,5 mánuði er ég búinn að ná mér í einar þrjár sektir.
Þegar að ég hugsa til baka þá finnst mér aðeins ein þeirra eiga rétt á sér. Allt annað er vegna þess að hámarkshraðinn er of lár. Eða það finnst mér allavegana.
Er það virkilega þannig að Íslendingar yfir höfuð, ráða ekki við meira en 70km/h í ártúnsbrekkuni, bara svo að eithvað dæmi sé tekið.
Tvær af mínum sektum koma af Ártúnsbrekkuni eða Vesturlandsvegi (veit ekki hvar það skiptist) en þær eru 97 og 98 km/h. Mér finnst þetta ekkert voðalega mikill hraði á þessum stað, sérstaklega ekki kvölds og morgna eins og í mínu tilfelli.
Hvað finnst ykkur hinum um þetta, er þetta réttur hraði eða ekki. Endilega komið með fleyri dæmi um staði s.s. t.d Sæbrautina.

Ég sendi með þessari grein sektartöflu löggunar fyrir of hraðan akstur, hefur gert helling fyrir mig og vona að hún geri ykkur eithvað gagn.

p.s. Ef að það er einhver firrverandi ökuþór hér sem að vill selja mér radarvaran sinn þá má hann alveg láta mig vita,
ivarorn@hotmail.com

Annars óska ég ykkur bara gleðilegra páska og vonandi skemmtið þið ykkur vel undir stýri.