Mercedes-Benz S-Class (W126) - Tíu árum á undan Í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi í september 1979 var frumsýndur bíll sem kom til með að breyta bílasögunni til muna. Á IAA (Internationale Automobil-Ausstellung) bílasýningunni var Mercedes-Benz að frumsýna aðra kynslóð lúxusbíls sem átti að taka við af fyrsta S-Classinum. Bíllinn var mun þróaðari heldur en forveri hans, var meira “aerodynamic”, lét betur af stjórn og var mun sparneytnari, sem kom sér vel á tímum olíukreppunar. Verkefnið bar heitið “Project W126”

Nýji S-Classinn var búinn helling af nýjungum sem Mercedes-Benz hafði verið að þróa um árabil. Meðal nýjunga voru:
Loftpúðar, sem áttu að springa út við harða ákeyrslu.
ABS, Automatic Braking system, sem kom í veg fyrir að hjólin læstust ef bremsað var harkalega.
ASR, skriðvörn sem kom í veg fyrir spól og slæd.
Beltastrekkjarar sem mundu strekkja beltið þétt að þér ef bíllinn skynjaði árekstur.
Krumpusvæði, við árekstur mundi bíllinn pakkast saman á krumpusvæðunum, og yrði áreksturinn árensluminni.

Alls kyns þægindi voru í nýja S-Classinum. Ljós undir hurðunum sem kviknuðu þegar hurðin var opnuð voru hugsuð til að geta séð jörðina þegar stigið er út úr bílnum að næturlagi, lesljós í aftursætum voru á sedan bílunum, minni í framsætum sem voru hituð, hituð aftursæti og hitaðir höfuðpúðar, innihitastillir og útihitamælir.

í upphafi var hægt að fá W126 bílinn með I6, V8 og turbo diesel vél.
S-Classinn var búinn fjögurra þrepa sjálfskiptingu sem fylgdist með staðsetningu bílsins (hvort hann væri á leið upp eða niður) og staðsetningu bensíngjöfar. Útkoman var óviðjafnanleg geta til að halda bílnum á ákjósanlegum hraða niður brekku án þess að nota bensíngjöf eða bremsu. Þetta þýddi líka að maður þurfti ekki að halda bremsunni inni þegar maður var stopp í brekku.
Sjálfskiptingin hafði einnig þann eiginleika að ef það kom upp rafbilun þá gastu sett í “keyrðu mig heim” stillingu sem gerði það að verkum að þú gast startað í öðrum gír og keyrt hann heim.

Cruise Control sem skynjaði mótstöðu vegar (eins og t.d. upp brekku) og stöðu bensíngjafar var laust við stöðuga inngjöf og frávik eins og flest Cruise Control þessa tíma. Útkoman var mjúk og þæginleg ferð.

Margir þjóðarleiðtogar kusu S-Class til að ferðast í. Vegna þessa var hægt að fá bílinn með skotheldu gleri og brynvörðu boddýi.

W126 S-Classinn var konungur lúxusbíla um árabil. Á sama tíma vann hann til nokkura verðlauna. Þau voru: Car of the year 1981, fyrir 380 SE módelið í Wheels Magazine, The Safest Passenger Car of the Year, árin 1988 og 1989 af Þjóðvegaeftirliti Bandaríkjana, og Customer Satisfaction árin 1987,88,89 og 1990 meðan S-Classinn leiddi sölu Mercedes-Benz.

W126 bíllinn var framleiddur í 12 ár, þar til ársins 1991, lengst allra S-Class Benza. Og meðtalin 2 ár frá 1991-1993 sem bíllinn var framleiddur í Suður-Afríku sýndi og undirstrikaði bara vinsældir W126 á heimsmarkaði. Alls voru framleidd 892.123 eintök af W126, þar af 72.060 tveggja dyra.
Þrátt fyrir að það sé dýrt að reka svona bíl í dag, aðallega vegna verðs á pörtum, þá er yngri W126 bíll ennþá mjög áræðanlegur bíll í dag. Margir W126 bílar hafa sést í bíómyndum löngu eftir að framleiðslu lauk, og stundum sjást W126 á götum úti, komnir á gamalsár en tóra enn. Meðal eigenda W126 bílanna, eru þeir þekktir fyrir einfalt viðhald, auðvelda greiningu bilana og langtíma áræðanleika. Hann er einn af seinustu módelum Mercedes-Benz sem var auðvelt að laga og gera við af eigendunum sjálfum.

Heimildir: wikipedia og http://www.geocities.com/MotorCity/Flats/2188/

Þýdd að hluta beint af Wikipedia.