Með þessari grein er ég ekki að hvetja til hraðaksturs sem stefnir lífi annara í hættu, heldur að reyna að opna umræðu um hvernig við gætum fært hraðakstur frá almennri umferð og yfir á hættulausan stað. Auk þess fjallar þessi grein um mun á milli glannaskaps og hraðaksturs.

Ef þú ert í þínum mestu makindum á reykjanesveginum og einhver bíll þýtur fram úr þér á vinstri akrein og þú hugsar strax hvað þessi gæji sé mikill glanni, skaltu aðeins slaka á með staðhæfingar. Því það er munur á að keyra hratt, og að keyra glannalega.

Mín skilgreining á að keyra glannalega er aðallega að ökumaðurinn taki ÓÞARFA SÉNSA. Einnig felst í glannaskap að keyra allt of hratt miðað við aðstæður á vegi og ástands bíls, auk þess að stofna öðrum ökumönnum og öðru fólki í verulega hættu. Þetta allt skilgreini ég sem glannaskap.

Ég á vini sem stunda glannaskap daglega. Þeir sveigja á milli akreina til að taka fram úr bílum, og staldra varla á sömu akrein nema 100m í senn. Einnig keyra þeir of nálægt öðrum bílum og taka beygjur á of miklum hraða, sem gæti endað illa ef dekk bíls eru ekki í besta lagi eða þá að hálka eða mikil bleyta er á veginum.

Að keyra hratt hinsvegar er allt annar handleggur. Ég stunda hraðakstur sjálfur en munurinn á mér og glanna er sá að ég vel aðstæðurnar til þess. Þegar ég keyri hratt þá geng ég úr skugga um áður að farþegar mínir í bílnum vilji sitja í bílnum á miklum hraða, ef ekki, þá læt ég það vera að keyra hratt meðan viðkomandi er í bílnum. Einnig keyri ég aldrei hratt á 30 götu eða í íbúðahverfi. Auk þess stunda ég í flestum tilfellum hraðakstur á kvöldin eða á nóttunni.
Áður en ég geri mig tilbúinn í að keyra hratt vil ég hafa opin veg fyrir framan mig, og helst ekki bíl á sömu akrein í minnst hálfan kílómeter. Auk þess keyri ég ekki hratt í mikilli bleytu.

Ég veit að um leið og ég gef bílnum inn að ég er að brjóta lög, en ég er alltaf tilbúinn að taka afleiðingunum. Ég er alls ekki með neinu móti að hvetja til hraðaksturs, en það er undir hverjum og einum komið hvort þeir stundi hann eður ei.
Það er mitt kikk að keyra hratt, en á sama tíma HATA ég glannaskap. Ég veit að það eru margir hér sem eru sammála mér, en gangið úr skugga um að ef þið ætlið að stunda hraðakstur, að þið séuð ekki að stofna lífi annara en þeirra sem eru tilbúnir að fylgja þér í hraðakstrinum(farþegunum) í hættu.

Það eru í raun margir sem stunda hraðakstur. Þetta er líffræðilega góð leið til að losa um adrenalín í líkamanum, líkt og að fara í rússíbana. Hinsvegar er ekki til góð aðstaða fyrir opnu leiksvæði fyrir þá sem vilja/þurfa að stunda hraðakstur. Kvartmílubrautin er lokuð, Akstursbrautin líka. Það þarf bara að setja upp malbikað svæði sem er opið öllum og um leið mundi hraðakstri fækka verulega á götum borgarinnar, þar sem hraðakstur telst ólöglegur.

ÞESSI GREIN ER ÆTLUÐ TIL ÞESS AÐ KOMA FÓLKI Í SKILNING UM AÐ ÞAÐ FÓLK SEM KEYRIR HRAÐAR EN AÐRIR ERU EKKI ENDILEGA HÁLFVITAR. EINNIG Á HÚN AÐ KOMA AF STAÐ UMRÆÐU UM AÐ ÞAÐ SKORTI AÐSTÖÐU FYRIR ÞAÐ FÓLK SEM VILL STUNDA HRAÐAKSTUR ÁN ÞESS AÐ LEGGJA AÐRA Í HÆTTU. MEÐ UMRÆÐU GÆTI ÞAÐ ORÐIÐ AÐ VERULEIKA.