Líkt og flestir vita hefur refsirammi vegna hraðaaksturs rýmkað fyrir hærri sektir núna nýlega, þetta á við um bíla sem og önnur ökutæki en ég ákveð að skrifa undir þessum flokki þar sem ég tel að flestir sem áhuga hafa á mótorsporti og hraðskreiðum græjum lesa hér.

Aðgerðir lögreglu og yfirvalda núna nýlega verið miðaðar að því að hindra ofsaakstur. Með þessum lögum hefur þeim sem stunda ofsaakstur verið komið upp í refsiramma sem mér þykir frekar ósanngjarn, ekki endilega vegna þess að þeir sem stunda þetta eigi að geta gert það hegningarlaust, heldur þykir nú lítill munur á alvarleika gagnvart refsingarstigi milli ofsaaksturs og fíknefnasmygls eða kynferðisafbrota. Má þar nefna að utan fjársekta hefur ríkið heimild að eigna sér ökutæki viðkomandi.

Eigna sér ökutæki viðkomandi er með öllum hætti eitt viðbjóðslegasta lagarákvæði sem til er. Að vaða yfir menn með offorsi og taka frá þeim eitthvað sem getur numið milljóna virði og eigna sér það í refsingaskyni er að öllu leiti ósanngjarnt. Þetta er engin smá heimild og lýsir sér best við Stalín og þaðan af verri harðstjóra. Ekki er munur á Fiat “druslu” sem niður bröttubrekku gæti komist á tilskyldan hraða eða BMW M5 sem er vitaskuld mikið dýrari bifreið, þar mundi refsingin við eignaryfirtöku vera hærri en skaðabætur í langflestum ofbeldis og kynferðisbrotamálum sem komið hafa upp.

Menn eru gjörsamlega réttindarlausir gagnvart þessu ákvæði, ekkert getur réttlætt ofsaakstur þeirra heldur. Ég er hræddur um að þetta bitni líka meira á lögreglu og öðrum ökumönnum, ef menn sjá þetta ákvæði í notkun tel ég víst að mun fleiri mundu leggja út í háskalegri eltingaleik í von um að stinga lögregluna af, smá adrenalínþörft yngri ökumanna mundi fljótt breytast í tilvistarkreppu um tap á ökutæki og möguleika á að aldrei mega skrá annað á sig, og mundu þá velja af tvennu illu reyna á það að flýja því hvort sem er hafa þeir “engu” (annað en að leggja líf sitt og annara í hættu, en með adrenalín flæðandi breytist skynsemi margra) að tapa (í flestum tilfellum er verið að ræða um fólk undir 30 sem á helvíti langan ökuferil framundan seinna meir með fjölskyldu og ég veit ekki hvað).

Mín spurning kæru hugarar, vitandi að flestir ykkar eru undir 30. Er þetta réttlætanlegt af ríkinu að eigna sér ökutæki akstursnýðinga? Getur verið um tilfelli að ræða þar sem það er réttlátt, er mönnum ekki gefið færi á betrun og yfirbót (morðingjar gera betrun og yfirbót með afplánun fangelsisdóm).

Ef menn hafa tækifæri á því og vélarnar í það, munu þeir ekki stinga frekar af eftir að hafa verið mældir á 200 km hraða og skapa þar með sér og öðrum meiri hættu?

Hvað teljiði hæfa refsingu gagnvart þeim sem var tekinn fyrir 172km akstur með farþega?

Að lokum, akið heil og virðið hraðatakmarkanir, og virðið gamalt fólk á vinstri akrein á Sæbrautinni á 50km/klst.