Ferrari F40 F40 var ekki eingöngu smíðaður til að fagna 40 ára afmæli Ferrari, heldur var hann smíðaður til að slá út Porsche 959 sem hraðasti framleiðslubíll í heimi.

F40 var frumsýndur sumarið 1987 (en öll hönnunin tók eingöngu 12 mánuði), hannaður og vélvæddur sem pjúra keppnisgræja, þrátt fyrir það að Ferrari ætlaði honum aldrei í keppnir. En byrjað var að selja hann 1988, en hann kostaði þá $275,000 (veit ekki hvað gengið var á þeim tíma þannig að ég er ekkert að reikna það út í ISK)

Vél og grind var byggð útfrá 288 GTO, vélin 2936cc V8, með 4 ventlum á cylender, 2 IHI afgastúrbínur, og 2 Behr millikælar, sem jók afl vélarinnar upp í gríðarleg 356kW (478 bhp), en hægt var að fá auka pakka sem jók hrossin upp um 200 í viðbót.
Þjappa vélarinnar var lág, eða einungis 7,8:1, en túrbóþrýstingur var 16 psi.

Þessi V8 vél var exótísk hönnun, gerð úr fyrsta flokks efnum, eins og t.d. Silumin, þrýstisteyptu áli (notað í blokkina), magnesíum og fleiru. Ofan á heddunum voru svo 4 beltadrifnir knastásar.
Best af öllu er að þessi listasýning í skottinu var greynilega sýnileg í gegnum gegnsæja plasthlíf um miðjan bíl.

Orginal 288 grindin var notuð (með smá styrkingum), ásamt 288gto fjöðrunarkerfinu, nema hvað að hún var breikkuð þónokkuð.
Felgurnar voru risastórar, eða 17“ háar og 13” breiðar að aftan, sem fittað var á 335/35 Pirelli P-Zero dekkjum. Og svo 17“ háar og ”eingöngu“ 8” breiðar felgur að framan með 245/40 dekkjum (P-Zero að sjálfögðu líka). En þar sem bíllinn var svo lágur, þá komu einstaka bílar með stillanlegri hæðastjórnun á dempurum.

Boddíið sem coveraði stálgrindina, var algjörlega ný á nálinni hjá Pininfarina Designs (En Pininfarina hannaði þennan bíl sjálfur). En hann notaði Koltrefjar, kevlar, ál og parta úr “honeycomb” (X laga net). Þessi hönnun var fullkomin, þar sem hún hafði rétta loftmótstöðu og umfram allt mjög létt. F40 vigtaði einungis 1089 kg, sem gerði það að verkum að hann hafði power/weight ratio upp á 3 kíló per kW (eða s.a. 2,5 kg á bhp).

Þessi vigt var enn minnkuð með Plasti í stað glers í rúðum. Já mikið rétt, flestir eldri F40 voru með “rally” gluggum (þ.e.a.s. lítið gat á hliðarrúðunum sem þú gast “slædað” til hliðar), en auðvitað var seinna hægt að fá þá með venjulegum rúðuupphölurum.

Skelin var full af götum og holum til að kæla bremsur, vél, millikæla og til að fæða túrbínurnar af öllu því lofti sem þær þurftu.
Þessi göt hjálpuðu líka bílnum að halda sér límdum á tjörunni, þá sérstaklega eftir að stóri handgerði (ekki það að 90% af bílnum hafi ekki verið handgerður) vængur var settur á hann (fyrstu bílarnir voru spoiler lausir). En þessi spoiler hefði verið ólöglegur samkvæmt reglum fyrir allar þær keppnir sem F40 hefði getað tekið þátt í á þeim tíma, hefði þeir ætlað honum í keppnir.
Eins snyrtilegur, fallegur og augnakonfekt sem F40 var að utan, þá var allt annað upp á teningnum að innan (nema náttúrulega fyrir mótorsport menn og konur). En að innan var ekkert teppi, allt stútfullt af kevlar og koltrefjum, sýnilegt veltibúr og ekki einusinni útvarp. Þetta var útúrstrípaður keppnisbíll. Hins vegar var eingöngu 1 þægindi sem var hægt að fá í bílana, en það var loftkæling…. af öllum hlutum.

Það sem Ferrari hafði hannað þarna var hraðasti Ferrari sem byggður hafði verið, en hann náði 96 km/klst (60 mílur) á undir 4 sekúndum. En hann náði einnig að brjóta 200 mílna múrinn (eða 322 km/klst), en hann náði ótrúlegum 323 km/klst, eða þessum frægu 201 mílu, sem gerði það að verkum að F40 varð hraðasti fjöldaframleiddi bíll sem búinn hafði verið til, og sló þar með út gamalt met Ford GT40 og hraðasta fjöldaframleidda bíl þess tíma Porsche 959. En þetta gerði það að verkum að jagúar flýtti framleiðslu á XJ220 bíl sínum og Lamborghini flýtti Diablo, en hvorugur þeirra bíla náði hins vegar þessum tímum.

Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir öllu þessu saman og var aðeins 1 framleiðandi sem vildi meina það að hann gæti gert betur, en fyrirtækið McLaren ákvað þá að hanna McLaren F1 Le Mans bílinn, og vita flestir hvað hann hefur gert.

Einu vonbrigðin sem snobbhausar fundu að, en þó ekki alvöru bílaáhugamenn, var það að í upphafi átti eingöngu að vera smíðaðir 450 bílar en til að anna eftirspurn að hluta til voru endanlega 1315 bílar smíðaðir.



Heimildir
Dream Wheels; Chris Rees
The Encyclopedia of classic cars; David Lillywhite
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid