Skyline Sagan Sögulegt Dæmi
Þó að ótrúlegt sé, þá hefur Nissan Skyline verið til í u.þ.b. 40 ár. Prince Motor Company var á sjónarsviðinu frá 1952 til 1966 þegar það sameinaðist Nissan Motor Company. Árið 1952 byrjaði Tachikawa Aircraft Company framleiðslu Tama rafmagns bílsins. Árið 1955 breytti Tachikawa nafni sínu í Prince Motor Company, til heiðurs keisara Japan, krúnprinsinum (Crown Prince) Hirohita, og eftir það voru bílarnir seldir undir nafninu Prince.

PRINCE SKYLINE ALSIS-1 SERIES 1955 - 1957
Á sama tíma og nafnskiptin urðu hættu Prince að smíða rafmagns bíla og fóru að smíða bensínbíla. Um miðjann sjöunda áratuginn lögðu Japönsk yfirvöld til að nokkur japönsk fyrirtæki rynnu saman til að búa til stærri fyrirtæki sem myndu vera betur búin undir það að fást við tilraunir erlendra fyrirtækja til að sölsa undir sig japanskann iðnað. Nissan og Prince tóku ábendingu yfirvalda, og árið 1966 sameinuðust þau. (Á sama tíma runnu Hino og Daihatsu saman við Toyota.) Flest Prince módelin héldu áfram í framleiðslu, en frá 1967 og síðan voru þau seld sem Nissan eða Datsun. Prince deildin starfar enn sjálfstætt innan Nissan og ber ábyrgð á Skyline línunni, þar með talið hinum miklu GT-R.
Fyrsta Skyline módelið gekk fyrir 1484cc 60hö OHV 4cyl. GA-4 vél. Það var fáanlegt í 4 dyra sedan og 5 dyra wagon útfærslum.

PRINCE SKYLINE ALSI-2 SERIES 1957 - 1961
ALSI-2 var í meginatriðum sami bíll og fyrra módelið. Augljósasti munurinn voru fjórföldu aðalljósin sem komu í staðinn fyrir þau tvöföldu á ALSI-1, annað merki á húddinu og einn lárréttur biti í grillinu vék fyrir tveimur bognum bitum. Hann hélt 1484cc 60hö OHV 4cyl. GA-4 vélinni.

PRINCE SKYLINE SPORT BLRA-3 1961
Skyline Sport var hannaðu af Ítalska hönnuðinum Michelotti. Aðeins fáir voru nokkurn tíma byggðir.Þeir höfðu allir handsmíðuð boddí. Þeir voru fáanlegir sem coupe og með blæju. Þeir voru allir knúnir áfram af 1862cc 83hö OHV GB-30 vél. Hönunin féll niður fyrir S50-E series boddíinu vegna þess hversu hagstætt það var í framleiðslu og auðvelt í sölu.

PRINCE SKYLINE S50-E SERIES 1961 - 1967
2. kynslóð af Skyline hafði nýja 1484cc 70hö OHV 4cyl. G-1 vél. Fyrstu módelin, eins og þau á myndinni fyrir ofan, höfðu skorin stálgrill, seinni módel höfðu steypt álgrill. Fyrstu stálgrillin höfðu lóðrétta teina, eftir samrunann við Nissan höfðu bílarnir grill með einum láréttum tein. Flest módelin höfðu stór kringlótt bremsuljós (svipuð þeim á Cortina) með minni kringlóttum stefnuljósum við hliðina á þeim, seinni bílar höfðu (frekar undarlega útlítandi) 3 hluta ljós að aftan. Ódýrustu módelin höfðu króm rendur á hliðunum sem enduðu á miðjum framhurðunum, með merkin á framhurðunum. Deluxe módelin voru með króm rendur sem náðu eftir allri hlið bílsins. Þeir höfðu annað hvort 3 gíra kassa sem var stýrt frá stýrirnu eða 4 gíra kassa sem var með stöng upp úr gólfinu. 4 gíra bílarnir voru með körfustólum. Fáanlegir í 4 dyra sedan (S50) og 5 dyra wagon (W50) útgáfum.

PRINCE SKYLINE GT S54 SERIES 1965 - 1968
Þegar Prince vildu fara í kappakstur með Skyline fékk einhver þá snilldar hugmynd að taka 4cyl. vélina og skipta henni út fyrir 6cyl. vélina úr S40 Gloria. Í fyrstu voru aðeins fáir byggðir til að gera bílana löglega í kappakstri, þegar þeir urðu eins vinsælir og raun bar vitni ákváðu kallarnir hjá Prince að setja GT í fulla framleiðslu. Það var ekki séns að 6cyl. vélin myndi passa í S50, þannig að þeir skáru bílinn fyrir framan farþegarýmið og lengdu hann um 8” til að gefa bílnum þetta aukapláss sem þurfti.

Þegar maður lítur ofan í vélarsalinn sést þessi breyting greinilega. Þetta gaf bílnum mjög sérstaka ásjón með löngu húddinu og stuttu skottinu. Hann var fáanlegur í tvennum útgáfum, “B” módelið hafði 1988cc 6cyl. 127hö OHC G7 vél. Hann var með þrjá 40DCOE-18 Weber blöngunga, 5 gíra kassa með stuttum gírum (close gearing), 99 l. eldsneytistank, fullkomið mælaborð, LSD, vökvabremsu booster og hærra þjöppunar hlutfall í vélinni. “A” módelið hafði 106hö eins blöndungs útgáfu af G7 með lægra þjöppunarhlutfalli. Bæði módelin voru með diskabremsum að framan sem höfðu bremsuborða með tveimur dælum (twin piston calipers) og skálabremsur með álklossum að aftan. Seinni bílar voru seldir annað hvort sem Prince A200GT eða Nissan A200GT.
Árið 1966, undir þrýstingi vegna hagkvæmnismála, sameinuðust Prince og Nissan, þannig að bæði fyrirtækin hefðu meiri möguleika á því að halda velli. S54-series Skyline var seldur sem Prince A200GT eða sem Nissan A200GT. Framleiðsla á S54 hélt áfram til 1968.

NISSAN SKYLINE 1500 1968 - 1972
Þessi bíll kom í stað Prince Skyline S50E series. Hann var knúinn áfram af hinni nýju 1483cc 94hö OHC cross-flow 4cyl. G15 vél. Fáanlegur í 4 dyra sedan og 5 dyra wagon útgáfum.

NISSAN SKYLINE GT GC10 SERIES 1969 - 1972
Eins og með fyrri Prince Skyline GT, var hinn nýji Skyline fáanlegur í GT útgáfu sem var breiðari á milli hjóla. Eitt það besta var að hönnunarliðið ákvað að nota 6cyl. vélina. Hann var knúinn áfram af 1988cc 106hö OHC 6cyl. G7 series vélinni og seinna af 1973cc 109hö OHC 6cyl. L20 vélinni. Hann var fáanlegur í 2 dyra sedan (KGC10), 4 dyra sedan (GC10) og í 5 dyra wagon útgáfum.
En bestur allra var Skyline GT-R, sem skartaði hinni nýju 1998cc 160hö 6cyl. S20 vél með tveimur ofaná liggjandi knastásum. Þessi var fáanlegur 2 dyra (KPGC10) og 4 dyra (PGC10).

2000 GTR
Seint árið 1972 til snemma ársins 1977 var í framleiðslu C110 series: 1600GT, 1800GT, 2000GT-X, og 2000GT-R. 2000GT-X var knúinn áfram af L20 2.0L OHC Línu-6 vél sem var 130hö. 1800 var vopnaður G18 vélinni, og 1600 var búinn G16. 2000GT-R hafði hina öflugu S20 2.0L DOHC Línu-6 vél með 160hö. PGC110 túlkast sem 4-dyra uppsetningin, KPGC110 var 2-dyra útgáfan.

Eftir fjögurra ára logn var 5. kynslóðin sett í sölu í ágúst 1977. Aftur var algjörlega ný lína sett á markað, allt frá 1600TI sem var augljóslega búin 1.6 lítra vél upp að 1800TI-e.x. sem var eins augljóslega knúinn áfram af 1.8 lítra vél, allt upp að 2000 GT-e.x. í apríl 1980 sem hýsti 140hö L20ET OHC Línu-6 forþjappaða vél. Þetta var í fyrsta sinn sem Skyline kom með forþjöppu. 2000GT-e.x. var aðalgræjan í þetta sinn, en það kom engin GT-R útgáfa af þessari kynslóð.


Það er með 6. kynslóðinni og uppúr sem að Skyline fer að verða kunnuglegur fyrir þá sem höfðu ekki séð fyrri kynslóðirnar. Það var á þessu stigi hönnunarinnar sem Skyline náði sér í lengdina. Það voru semsagt 5 útgáfur af þessari kynslóð.

1800TI, 2000GT-e.x. og 2000GT-e.x turbo, 2800GT, R30 2000 RS og R30 RS Turbo sem voru knúnir af FJ20 2.0L DOHC 16V Línu-4 vél. DR30 RS hafði FJ20 sem gaf 145hö, og hin forþjappaða FJ20 í RS Turbo útgáfunni hafði í sér 190hö. 2000GT og 2800GT voru knúnir Línu-6 vélum.
Vegna vinsælda R30 bílanna, hélst boddí hönnunin sú sama.

7. kynslóðin skartaði R31 boddíinu, allt frá 1800I til GTS-X turbo. Þeir komu fyrst á markað í ágúst 1985. GTS-X var útbúinn með HICAS fjögurra hjóla stýrikerfi (All-Wheel-Steering) Nissan. Þetta módel hafði meira að segja rafstýrðan framspoiler, R31 markaði upphaf notkunar á RB20DE vélinni. R31 GT var búinn RB20DET.
8. Kynslóðin Af Skyline
1989 kom í sölu R32 sem er 8. kynslóðin af Nissan Skyline. Nissan komu með GXI, GTE, GTS, GTS25, GTS-t, GTS-4 og hinn Godzillalega GT-R. Vel þekktur fyrir getu sína og afl, það er til módel sem hæfir hverjum og einum, allt frá fjölskyldum til kappakstursökumanna. Afl R32 er í kringum 90KW og uppúr, rúmtök vélanna eru frá 1.8 lítrum uppí 2.6 lítra í GT-R.


GT-R kynnti einnig til sögunnar ATTESSA kerfið, sem stjórnar öllum hjólum bílsins. ATTESSA er fjórhjóladrifskerfi Nissan, og það getur sent afl frá aftur dekkjunum til framdekkjanna eins og nauðsynlegt er, eykur þannig gripið með upplýsingum frá skynjurum í bílnum. VSpec (einnig þekktar sem “Victory Specification”) útgáfur af GT-R höfðu betri fjöðrun og Brembo bremsur sem staðalbúnað. R32 var smíðaður fram að seinni hluta árs 1993, en þá kom önnur breyting í hönnuninni.
9. Kynslóðim Nissan Skyline var R33. Þessi græja er örlítið stærri og örlítið þyngri en forverar hennar, en til að bæta upp fyrir það hafði Nissan sett 2.5 lítra vélar í flestar útgáfurnar. Þetta gefur hinum óbreyttu útgáfum 142kw, og turbo módelunum 187kw. R33 GT-R hefur bættar útgáfur af ATTESSA AWS og HICAS AWD.

GT-R var kynntur með afltölum sem sýndu aðeins 287hö vegna Japanskra afltakmarkana, en með aðeins örfáum breytingum má auka aflið gríðarlega. Fyrir hinn almenna kaupanda var R33 seldur forþjöppulaus, með forþjöppu, afturhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn.

Þá erum við komin til dagsins í dag, og hinum nýja 10. kynslóðar R34 Nissan Skyline. R34 er með RB26DETT, Línu-6 6cyl. 2.6 lítra tveggja túrbínu mótorinn. Mestu sjáanlegu breytingarnar eru hönnun boddísins, önnur hlutföll á afturvængnum, undirvagninn með pönnunum, og hinir nýju GPS og engine management tölvuskjáir inni í bílnum. R34 er mun fágaðri en hinn bungulegi R33 og nær einnig betri tímum en hann á brautum.

Skyline V35 Nýjasta Skyline Útgáfan!!!
Nýjasta Skyline hönnunin hefur verið afhjúpuð og skartar enn framtíðarlegra útliti en nokkru sinni áður. Skoðið nýjustu fréttirnar af nýju Skyline módelunum sem koma munu á veginn á opinberu Nissan síðunni, www.nissan.co.jp

Þetta er 11. kynslóðin og gengur undir nafninu V35. V35 kemur í 4 útgáfum: 300GT, 250GT, 250GT Four og 250GTe. Nýji bíllinn kemur með tveimur algjörlega nýjum vélum, VQ25DD 215hö, 270nm, 2.5 lítra V6, einnig með VQ30D 260hö, 324nm, 3.0 lítra V6. Þessar vélar eru forþjöppulausar en eru samt að skila svipuðu afli og eldri vélar sem voru með forþjöppu. Nissan hafa verið að ræða um það að fella niður Skyline nafnið á GT-R útgáfunni og selja hann aðeins sem Nissan GT-R.

Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.