Jæja, þá er komið að því.

Einhverjar umræður hafa verið um það á Bf-league korkunum um hvort að núna væri ekki tíminn til þess að koma með landsliðakeppni. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum. Mín spurning er sú hvort að það séu einhverjir fleiri en ég áhugasamir um þetta.

Ég veit allavega að í claninu sem ég er í, <TnS>, þá eru 3 aktívir Íslendingar og sá 4. mögulega að byrja aftur. Undanfarið hefur verið keppt alltaf í 8v8 svo að ég býst við því að við þyrfum um 12 manns í þetta allavega svo að þetta myndi ganga.

Ég hef ekki reynsluna í að stjórna svona dæmi en það ætti samt ekki að skipta neinu höfuðmáli hver tæki það á sig að vera fyrirliði því að þetta væri væntanlega bara upp á gamanið.

Eins og staðan er þá núna ætti liðið að vera svona (að því gefnu að þessir sem eru aktívir myndu nenna þessu):

Flugmenn:
Baldur

Skriðdrekar:
Ég

Fótgöngulið:


Artillery&Skip:
Van Helsing

Þannig að það vantar 2-3 flugmenn, amk 4 sem geta spilað tank vel og nokkra infantries.

Er síðan ekki klassískt að Hansol taki þetta á sig?

Bætt við 8. maí 2010 - 20:42
fúbú úr Ice hefur sagt mér að hann er game í þetta ef af þessu verður. Ég myndi flokka hann sem all-round gæja. Þannig að við ættum að vera svona 4 - 5 núna. Þannig að ekki vantar mikið uppá.