Eftirminnilegar stundir á vígvellinum. Mér datt í hug, þarsem lítil sem engin hreifing er hérna í greinunum að henda inn sögusagnagrein, þar sem menn deila skemmtilegum moment‘um af vígvellinum með öðrum og við getum skemmt okkur við að lesa um hetjudáðir, svaðilfarir og ófarir hvors annars.

Að gefnu tilefni skal ég að sjálfsögðu byrja.

Einhvert eftirminnilegasta moment sem ég man eftir af vígvellinum var þegar Stormsveitin barðist við The Most í Bulge.

Þannig var að þegar við vorum Allies og Most‘ararnir Þjóðverjar. Ég byrjaði á að taka Sherman frá aðalbækistöðinni og brunaði niður að brúnni með bunkernum.
Að sjálfögðu voru Most‘arar snöggir til og ég sá fram að ef ég brunaði beint yfir brúnna myndi ég lenda í flasinu á 2 panzerum og 1 Tiger.
Jayman hafði spawnað hjá þessum bunker og henti mines út um allt til að tefja fyrir sókninni hjá þeim, sem vildi til að var hæfilega nægur tími fyrir mig til að fela mig bak við vegginn handan brúarinnar.

Síðan beið ég. Ég passaði mig á að vera ekkert að hreifa turrettið eða neitt til að þeir yrðu síður varir við mig. Fljótlega heyrði ég í Panzer lulla yfir brúnna og beið átekta með fingurinn á gikknum (músinni :þ) en hljóðið dó út rólega þar sem hann hafði tekið beigjuna upp að aðalbækistöð Allies hinumeiginn við vegginn sem ég faldi mig á bak við.

Ekki gat ég verið að vaða af stað með Tiger og Penzer með mig í sigtinu, en þar sem það var ekki þeim í hag að hanga þarna við þennan bunker gat ég verið ansi viss um að þeir færu framhjá, og viti menn Tigerinn kom næstur.
Þegar hann lullaði framhjá varð ég nú að senda smá skot í afturhlutann á honum og kímdi við meðan ég fylgdist með honum snúa Turrettinu í allar áttir, en ekki sló hann neitt af, heldur hélt ótrauður framhjá.
Síðasti Panzer‘inn fylgdi svo í humátt á eftir Tigernum, en báðir fóru í átt að kirkjunni en Tigerinn beigið af og tók hinn veginn upp að aðalbækistöðinni hjá okkur.

Á þessum tímapunkti lét ég til skarar skríða.
Ég rauk fram úr fylgsni mínu og sendi eitt skot í rassgatið á Panzernum sem ætlaði að conquesta kirkjutorgið, snéri síðan í humátt á eftir hinum sem hafði farið hinumeiginn við vegginn.
Ég brunaði upp framhjá húsinu þarna á hæðarbrúninni og kom aftan að hinum Panzernum sem var farinn að vakta svæðið þarna úr fjarlægð en Tigerinn óð um svæðið eins og óður tarfur og sprengdi upp allt sem hefði getað nýst okkur í vörninni.
Eftir að ég tók út þennan Panzer náðum við Tigerinn einu skoti hvor beint framan á hvorn annan. Eins og við öll vitum er talsverður munur á hleðslum og brinvörnum þessarra tveggja skriðdreka þ.e.a.s. Tiger og Sherman þannig að mér var nú ekkert sérstaklega rótt í þessarri stöðu, en ég náði siglingu og smeigði mér á milli húsa, passaði mig á að slá aldrey úr hraðanum og skaut á hann við hvert minsta tækifæri.

Að sjálfsögðu væri ég nú ekki að segja þessa sögu nema vegna þess að ég hlaut sigur í þessarri viðureign.

2 flögg defended á 1 Sherman vs. 2 Panzers & 1 Tiger

Hlakka til að lesa frá ykkur hinum, allar BF: sögur velkomnar úr öllum BF: leikjunum.
idkfa+iddqd