Mín Reynsla af AntiTank í BF2 Var spurður fyrir skemmstu hvaða ráð ég gæfi varðandi AT klassann þar sem ég hef nú ágæta reynslu af honum í næstum 2 ár núna.

Skriðdrekar eru smá mismunandi eftir herjum er, þumalputtareglan er “tracks & backs” þ.e.a.s. að skjóta aftaná skriðdreka og í skriðbeltin gefur 2x damage það eiga að vera til eitthverjar leiðir sem gefa 4x damage en mér skiljanlega á það bara við um skot úr öðrum skriðdreka á pínulítinn punkt undir byssu annars skriðdreka, en það er ekki praktískt að reyna það þar sem maður þurfti óratíma í að miða það út á meðan sífellt væri verið að skjóta á mann til baka.

AntiAir og APC eru 1x Damage allstaðar. Hef samt heyrt um 2x damage en það er á svipað törveldum stöðum og 4x damage á skriðdrekunum.
svo að skjóta á kassan ofaná AA gefur litla sem enga damage.

Þotur eru 1x þyrlur eru 2x, nema sumir staðir eru minna viðkvæmir en aðrir svo það kemur fyrir að maður fær bara 0.5 damage

Skriðdrekabeltin eru ekki á hliðinni á skriðdrekanum nema á smá ræmu neðst við jörðina svo það er ekki praktískt að skjóta þangað heldur sérstaklega ef skriðdrekinn er á ferð, gott er að króa skriðdreka af á þröngu svæði og liggja á jörðinni en passa sig að vera ekki fyri beltunum, og skjóta á hann þannig stundum panicar driverinn og yfirgefur skriðdrekann áður en hann er beinlínis farinn að brenna (það sést eldur aftaná) og þá er alltaf gaman að vera skjótur að hugsa stökkva í skriðdrekann og taka gaurinn úr leik og hirða skriðdrekann þeirra eða gefa félaga hann. svo reyna skriðdrekar stundum að keyra yfir mann en maður á að geta lifað það af ef maður er mitt á milli skriðbeltanna og skýtur skriðdrekann svo í bakendann þegar hann er kominn yfir mann.

að skjóta á óvin á löngu færi er auðvelt ef hann sést greinilega best er að miða á taggið á óvinum sem eru fjár en c.a. 100 metrar því eldflaugin ferðast í raun aðeins lægra en miðið hjá manni, taggið hjá óvini getur verið daufrautt í fyrstu en tekur svona c.a. 1sek að verða alveg rautt sem er sambærilegt og “lock on” svo lengi sem óvinurinn hreyfir sig ekki og er ekki bakvið eitthvern runna eða aðra korta-grafík og þú sérð hann alveg rauðann allan tímann þá áttu að geta fengið 100% hittni, samt ef þú nárð kill þótt þú hafir misst rauða “lock on” þá er það væntanlega afþví óvinurinn var með lítið líf eftir og eldflaugin lenti í jörðinni eða vegg bakvið hann og olli “splash damage” sem drap hann svo.

Mjög gott er að vera á hærri stað en óvinurinn það lágmarkar líkurnar á að hitta jörðina í stað óvinarins ef hann er t.d. liggjandi á löngu færi.

Ef ég er með AT kittið tilbúið og sé óvin koma hlaupandi í áttina að mér c.a. 50 metra frá mér og ég hef eitthvað skjól til að hoppa bakvið ef ég hitti ekki þá læt ég hann taka eftir mér þannig að hann byrji að kasta sér niður á jörðina en þá er mikilvægt að gera smá combination af aðgerðum, nefnilega stjóta eldflauginn á réttu augnarbliki byrja að færa sig til hliðar samstundis en stýra flauginni fyrstu sekúndubrotin aðeins ofar svo leiðrétta stefnuna jafnóðum sem maður er að labba til hliðar, þetta þýðir m.a. að ef hann sér þig almennilega fyrir endflauginni því hún byrgir smá sýnina fyrir honum og smapar e.t.v. smá panic, og ef honum tekst að drepa mann áður en eldflaugin hittir hann þá er mikilvægt að hafa haft eldflaugina örlítið ofar því um leið og þú drepst þá lækkar hún flugið og á þannig möguleika á að drepa hann samsem áður í stað þess að lenda bara í jörðinni fyrir framan hann, þetta er mjög svo nákvæmnisaðgerð sem lekur langann tíma að fínpússa, ég er sjálfur ekki alveg búinn að því en það er t.d. mjög mikilvægt að vera ekki með of hátt ping til að geta látið þetta ganga fullkomlega upp, m.a. þess vegna sem maður er því miður ekki að brilla meira á BF2C er ping munurinn þegar maður lendir í 1on1 á móti eitthverjum með 30 í ping og maður sjálfur er með 130.

Að skjóta á hluti á ferð er mis auðvelt, það sem fer hægar og yfir slétta jörð er eðlilega auðveldara að skjóta á, það sem fer hraðar eða yfir óslétta jörð er erfiðara að skjóta á. Skriðdrekar og AA eru auðveldastir, svo koma bátarnir, APC og stærri bílarnir (vodnic, humwee), að lokum eru það þyrlur, þotur og fljótari bílarnir einsog Buggy.

Rétt er að taka fram að vegna galla í grafík sumra ef ekki allra farartækjanna þá getur það komið fyrir að hægt er að skjóta í gegnum þau þegar þau keyra yfir mjög óslétt land þannig að maður sér meira undir þau en maður myndi annars gera þegar þau keyra á jafnsléttu, t.d. hef ég lent í því að skjóta beint undir APC sem var að reyna að keyra uppá hól sem ég var uppá og eldflaugin fór uppí gegnum hann, þetta á líka við um t.d. buggy og hummwee þegar skotið er á þá frá ákveðnu horni þegar þeir keyra nálagt manni t.d. ef maður stendur til hliðar við veg yfir brú sem bíllinn er á leið yfir og hann er c.a. 15-20 metra frá manni þegar eldflaugin átti að lenda í honum, oft er góð hugmynd að snúa endflauginni rétt áður en hún á að lenda á farartækinu þannig að hún inngangs braut endflaugarinnar er frá öðru horni en þar sem þú stendur, en þetta kemur allt bara með reynslunni, enda ekki oft sem maður lendir í þessu sem betur fer.

Að taka niður farartæki á ferð með AT fer s.s. eftir hraða þess, umhverfi og stefnu þess og síðast en ekki síst gerð farartækisins, og það er mikilvægt að hafa sér plan fyrir hvert senario, sjá taktíska möguleika í umhverfinu, með “Hit'n Run” Strategy í huga. allar hæðir og lægðir í umhverfinu eru vinur AT hermannsins, AT vopið í leiknum er það vopn sem tekur hvað lengstan tíma að endurhlaða svo að hafa ekkert skjól þegar ráðist er á farartæki sem þarf meira en 1 AT skot er sama og dauðadómur, svo maður gerir það ekki nema maður eigi engann kost á öðru.

Eitt er líka vert að muna og það er að miða ekki beint á skriðdreka fyrr en eldflaugin er c.a. 20metra frá honum, þetta þýðir að viðvörunarkerfi skriðdrekans verður ekki vart við að það sé verið að skjóta á skriðdrekann fyrr en of seint fyrir driverinn að bakka eða keyra áfram á full speed ásamt því að láta hann halda að skotið hafi komið úr nánasta umhverfi hans því stuttur viðvörunartími áður en AT skot hittir þíðir vanalega það að sá sem er að skjóta sé mjög nálagt, svo það er ekki óalgengt að sjá skriðdreka sem maður hefur hitt einu sinni svoleiðis snúa turretinu í hringi leitandi að skotmanninum í næsta nágrenni í stað þess að bruna áfram, sem þýðir bara auðveldara að hitta fleiri skotum á hann með sömu aðferð. Mig minnir að APC og AA séu líka með svona viðvörunar bíp þegar AT hermaður nær “lock on” á farartækið. bátar/bílar og þyrlur/þotur hafa ekki þetta viðvörunar bíp.

jæja þetta er svona nokkurnveginn allt sem ég man eftir einsog er, bæti kannski eitthverjum við seinna þegar ég rifja annað upp svara svo bara spurningum til að fylla í eyðurnar.


Höfundur notar nickið “Artic_Viking” í og hefur verið í langan tíma á Topp5 listanum yfir aktífustu spilara Íslands í BattleField 2 skv BF2S ásamt því að vera á Topp20 Heims-listanum (EA LeaderBoard) í flokkunum “Anti-Tank - Kits” “Anti-Tank - Kit Equipment” og “Shotgun - Kit Equipment”.
...