Eins og nú þegar hefur komið fram hér í korkunum, hafa EAGames ákveðið að henda inn auglýsingum og ‘spyware’ inn í leikinn. Nú getum við ekki spilað leikinn okkar án þess að fá upp auglýsingar um djúpsteikt coke og kraftmikla bíla.
Æðislegt huh? Maður spyr sig bara: “Hvað kemur næst? Pop-ups í First-Person-Shooter?”

Ég ákvað að lesa smá klausu upp fyrir ykkur, úr skilmálanum sem fylgir BF2142..

“The software may incorporate technology developed by IGA worldwide the advertising technology. The purpose of the advertising technology is to deliver in game advertisements to when you use the software while connected to the internet. When you use the software while connected to the internet the advertising technology may record your internet protocol address, and another anonymous information, that advertising data is temporarily used by IGA to enable the presentation and measurement of in game advertisement and other in game objects which are uploaded temporally to your personal computer or game console and changed during online game play. The advertising technology does not collect and personally identifiable information about you and EA will not provide..”

Fyrir þá sem ekki eru með enskuna alveg á hreinu þýðir þetta, í stuttu máli, að með því að setja upp Battlefield 2142 inn í tölvuna hjá þér, samþykirðu að EA megi hlaða inn á tölvuna þína auglýsingum sem verða notaðar inni í leiknum. Einnig samþykirðu að EA megi taka niður IP tölu þína ásamt öðrum upplýsingum, en þeir segja að þeir muni ekki dreyfa neinum persónulegum upplýsingum.

Það sem mér finnst mest pirrandi við þetta er, í fyrsta lagi, að það sé verið að troða á okkur auglýsingum á vígvellinum í gegnum umferðar-auglýsingar-skiltum nokkurnveginn. Í öðru lagi að þeir vilja komast að því hvað þú gerir á netinu, sem kemur leikja-framleiðenda/útgáfu akkurat ekkert við. Og svo að sjálfsögðu eru þeir ekki að fara að lækka verðið þrátt fyrir það að troða auglýsingum inn í leikinn.

Ég ákvað bara aðeins að skrifa um þetta, svona svo að allir séu með á nótunum um þetta mál áður en þeir hlaupa til að kaupa leikinn. Persónulega veit ég að ég mun spila BF2142 voðalega lítið, ef ég mun yfirhöfuð kaupa mér hann, enda langt frá upprunarlega og alvöru Battlefield leiknum, BF1942. Af því sem heillaði mig mest með aðal Battlefield-inn var seinni heimstyrjöldin og að sjálfsögðu Battlefield vélinn. Fyrir þá sem eru sammála mér í þeim málum vill ég benda þeim á Forgotten Hope mod-ið, en það vinnur hörðum höndum á stærðarinnar WWII mod-i fyrir Battlefield 2.

Annars má benda á að BF42 er ekki algjörlega dauður eins en eins og félagi minn, hann DEADMAN, segir í grein sinni hér að neðan, þá eru mörg lið enþá í BF42 að keppa í ‘ladderum og cups’ og mæli ég eindregið með að kíkja á það

Sem dæmi um hversu líflegur BF42 er, þá get ég sagt frá því að fyrir svona tvem vikum síðan ákvað ég að ná mér í BF42 demo-ið, með borðinu Wake Island. Margir gamlir kappar hér kannast við þá óendanlegu skemmtun sem byrjaði þetta samfélag okkar hérna, en demo-ið er langt frá því að vera dautt. Ef ég vippa upp tölunum sem eru í gangi núna, Þriðjudaginn 17. Okt klukkan 15:55 tel ég um 90 manns á 6 serverum. Stór tala fyrir 4 ára gamlan leik sem inniheldur einungis eitt borð.

Ég, persónulega, spila forgotten hope fyrir BF42 reglulega, og bíð spenntur eftir því að Forgotten Hope 2 komi út en þó er nú dálítið langt í það enþá.

Fyrir þá sem vilja kíkja á Forgotten hope, þá er slóðinn hér að neðan
http://www.fhmod.org

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á upprunalega BF42 demo-ið þá er slóð á það hér að neðan einnig.
http://battlefield2.filefront.com/file/;5003

Og fyrir þá sem vila fleiri upplýsingar varðandi Battlefield leikina, er slóðinn á PlanetBattlefield hér fyrir neðan.
http://www.planetbattlefield.com

Kveðja
[89th]Maj.FatJoe
Jói