Leikja Laggið Ok var að skrifa um lagg í í BF2 á öðrum stað og mína reynslu af því, og þar sem þetta varð nokkuð skilulögð pæling hjá mér þá datt mér í hug að pósta henni hérna líka.

Gameserver Lag:

Lýsing: Allir lagga og fá hátt ping.

Ástæða: Server hefur ekki verið endurræstur í langan tíma.

Lausn: Láta endurræsa serverinn eða finna annan.



Graphic Lag:

Lýsing: Lágt FPS, og (Frames per Second).

Ástæða: Skjákort ekki nógu öflugt og/eða grafík gæði of hátt stillt.

Lausn: Kaupa nýtt skjákort eða lækka Screen Resolution/Refresh rate/Antialiasing og Texture Quality o.s.f. úr High í Medium eða Low í leikjastillingu eða breyta Quality yfir í Performance í Driver stillingum.



Load Lag:

Lýsing: Langur tími að loada möpp.

Ástæða: Leikjaskjöl á harða diski eru fragmentuð og/eða vinnsluminni er of lítið.

Lausn: Keyra Defragment og/eða kaupa meira/hraðara vinnsluminni og/eða hraðari harða disk a.m.k. hraðari en UDMA66 einsog frá ATA100 til SATA300.



Random Lag:

Lýsing: Random lag í miðjum leik.

Ástæða: Önnur forrit en þau sem tengjast leikjaspiluninni eða standard vinnslu stýrikerfisins eru að vinna í bakgrunninum svo sem spywares/adwares/dialers/trojans o.s.f.

Lausn: Keyra Virus Scan, Ad/Spyware/bot Scan og nota forrit sem leyfir þér að velja hvaða forrit eru keyrð upp við OS startup svo sem “Startup Cop” eða svipað forrit.


Game Start Lag:

Lýsing: Mikið lag alltaf í byrjun á nýju mappi, tekur c.a. 3-10 mínútur að jafnast út.

Ástæða: Því miður þá veit ég ekki alveg hver ástæðan er en eftir að hafa gert all að ofan þá var það samt til staðar.

Lausn: Eftir að ég setti stýrikerfið upp á nýtt þá fór það s.s. eitthvað conflict við stýrikerfið i guess.


Connection Lag:

Lýsing: Hærra ping en þú ert vanur að fá á server sem þú spilar á meðan allir aðrir eru með lægra ping (dæmi á innlendum server)

Ástæða: Eitthver er á sömu línu og þú að spila/dl o.s.f og/eða þú hefur verið að tengjast mikið af IP með download forritum mjög nýlega einsog DC++, Bittorent o.s.f. og þær IP tölur eru líklega enn að reyna að tengjast þér í nokkurn tíma eftir að þú slekkur á forritinu.

Lausn: Hættu að nota svoleiðis forrit nokkrum klst áður en þú byrjar að spila og/eða bannaðu allar IP með Firewall sem þú kannast ekki við í nokkrar klst ÁÐUR en þú byrjar að spila, en mundu eftir að af-banna þær eftir spilun ef þú vilt ekki hafa vandamál með að tengjast þessum IP tölum með download forritinu eftir spilun.


Hvað finnst ykkur, eitthverju við að bæta eða breyta?
...