Battlefield Modern combat er hreint magnaður leikur, gam-playið er frábært finnst mér. Single-player möguleikinn er mjög sniðugur og skemmtilegur. Þetta er leikur sem er spilaður annahvort í XBOX eða Playstation 2. Ég fékk mér hann í XBOX og varð hrifinn strax og ég byrjaði að spila.

Leikurinn er annahvort spilaður online eða í singleplayer og að mínu mati er þetta fyrsti battlefield leikurinn sem hefur almennilegan singleplayer möguleika. Í honum geturu valið milli þess að spila campaign eða fara í challenge mod.

Online Play. Því miður þá hef ég ekki prófað þennann möguleika eins og er en að sjálfsögðu ætla ég að prófa. Ég hef hins vegar lesið annara manna skoðanir og hef ég ekker séð nema góðar móttökur af þessum möguleika. Margir vilja jafn vel ganga svo langt að segja að þetta sé bersti netleikurinn sem komið hefur verið í leikjatölvum. 24 geta spilað saman í meira en 10 maps.

Singleplayer. Miðað við hina leikina var ég ekkert að búast við neitt sérstökum single player möguleika en nú sé ég að ég hafði rangt fyrir mér. Þú getur valið á milli þess að fara í mission eða play challenge. Og ég ætla að fjalla örlítið um bæði.
Campaign Þessi möguleiki er hreint magnaður, góður söguþráður ,snilldar bottar og fín mission. Áður en ég prófaði þennan leik þá hafði ég aldrei haft neitt gaman af því að spila eftir söguþræði en þessu leikur er undantekning frá því. Gameplayið er alveg rosalegt í því og það sem gerir það að verkum er switch player möguleiki. sem ég fjalla örlítið um á eftir. Fjölbreitni milli borða hjálpar líka til við að fá ekki leið á leiknum. Það er mikið að snjó mission sem er algjör skortur af í bf2.
Í mission möguleikanum þá vinnur þú þér inn unlocks svipað og í bf2 nema þá unlockaður classana. Sem virkar frekar boring í byrjun en það gerir samt leikinn örlítið skemmtilegri.

Challenges að fara í þetta finnst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt og ég hef heldur ekki mikið prufað þetta, en þú stendur upp á þaki og sérð kalla hlaupa um sem þú átt að skjóta svo verða þeir alltaf fleiri eftir því hve hátt level þú kemst í. :(Veit hljómar ekkert sérstaklega spennandi)

Helstu kostir: Helstu kostir sem komu með þessum leik er þetta switch player dæmi eða með öðrum orðum að í miðju missioni þá getur þú skift yfir á hvaða sjáanlega spilara, sem veldur því að þú þarft aldrei að hlaupa langar leiðir vegna þess að að þú er langt frá víglínum. Metið mitt er að skipta yfir á kall sem er í 5 km fjarlægð en fyrir það færðu spes bónus :D
Svo er ein nýjung í þessum leik sem ég tók strax eftir og það er og það eru höggbylgjur en þær eru magnaðar og veldur því að þú lifir þig mikklu frekar inn í leikinn, sérstaklega ef þú ert með heimabíó kerfi og svo titrar nátturulega fjærstýringin þegar skotið er.
Og fyrir þá sem eru ekki góðir að hitta með byssum í leikjatölvum er mjög gaman að fara í þyrlu í þessum leik :P

Helstu gallar: Eini stóri gallinn við þennann leik er að það er ekkert co-op móti bottum. Með öðrum orðum það er ekki hægt að spila tveir og tveir saman á móti tölvunni. En þetta gera þeir væntanlega til þess að fá fleiri til þess að kaupa sé XBOX live eða net dæmi fyrir ps2.

Þeir sem hafa spilað bf2 með allt í high og með frábært skjákort gætu orðið fyrir vonbrigðum og það segi ég af eigin reynslu en gæðin eru samt mjög góð miðað við aðra tölvuleiki í þessari tölvu.

Þessi leikur fær samt mjög góð meðmæli frá mér. Og þeir sem vilja meira infantry action þá ættu þeir að kaupa sér þennann leik.

Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.battlefield.ea.com/BF2MC/home/?lang=us

P.S Mín fyrsta grein :P
Kveðja Gylfi.