Ok, þegar ég var unglingur (sirka 2001 - 2003) voru þessar bækur að koma út á Íslandi. Ég er nokkuð viss um að þær séu þýddar. Þetta voru stuttar bækur, frekar litlar og ferningar. Allar með manga teikningum á kápunni.

Þetta voru nokkrar bækur og þær fjölluðu um tvíbura (stelpa og strákur) sem ólust upp á bóndabæ með pabba sínum og nokkru vinnufólki. Þau hafa lítil afskipti við annað fólk og fara aldrei í burtu, nema pabbinn sem flýgur stundum á drekanum sínum eitthvert í burtu án þess að systkinin viti hvert hann er að fara.
Þegar þú fæðist, kaupa foreldrar þínir steina sem dularfullur maður kemur fyrir í hryggnum á þér. Þeir gefa þér einhverskonar krafta og því fleiri steina sem þú hefur því öflugri eru kraftar þínir (og ríkari eru foreldrar þínir). 
Þegar pabbinn kemur til baka eitt skiptið er ung stúlka með honum. Hún er mikilvæg en ég man ekki hvers vegna. Útaf henni koma hermenn frá einræðisherranum (hann hefur fólk sem getur njósnað um þig í gegnum spegla og þeir sáu stelpuna), pabbinn deyr og systkinin verða að flýgja með ungu stelpunni í burtu. Þetta gerist í fyrstu bókinni.

Það er stríð í gangi í þessum heimi og systkinin komast að því að pabbi þeirra var í hópi fólks sem vildi steypa einræðisherranum af stóli. Það er líka önnur vídd eða eitthvað sem hann ræður yfir líka, allir sem fæðast í einum heimi eiga "tvíbura" í hinum heiminum. Hinn heimurinn er nokkurnvegin andstæðan við fyrsta heiminn. Allir eru með ljósa húð og heimurinn er mjög bjartur í fyrsta heiminum. Allir eru með dökkbláa eða dökkgráa húð og allt er dimmt í hinum.

Mig langar að finna nafnið á bókunum, bæði á ensku og íslensku. Veit einhver um hvað ég er að tala?