Ef einhver ætlar að búa til bíómynd byggða á bók ætti viðkomandi að fara eftir bókinni, kannski má sleppa einu eða tveimur smáatriðum.

En þegar bíómyndin er svo lauslega byggð á bókinni má þá ekki bara skrifa nýja bók til að fara eftir?

Spurningarnar eru ekki þær sömu,
aðalpersónurnar eru ekki þær sömu,
ástæðan fyrir því að fara í viltu vinna milljarð er ekki sú sama,
alla dýpt sem finna má í bókinni hreinlega vantar í myndina.

Viltu vinna milljarð er heillandi og falleg saga sem ég felldi nokkur tár fyrir. Hver saga er svo vel sögð og allar þær persónur sem koma fram í hverri og einni eru gerð svo góð skil á.

Hvað var leikstjórinn/handritshöfundurinn að lesa?
Have a nice day