Fangar fanga sinna – Korku saga Fangar fanga sinna – Korku saga

Hér skrifa ég niður tímaritgerð sem ég gerði í Íslensku um samband Popeu de Senlis og Korku Þórólfsdóttur. Ég fékk átta fyrir ritgerðina. Heimildir eru að sjálfsögðu bara Korku saga.

Fyrst skrifa ég um þær eina í einu en svo um samband þeirra.

Popea de Senlis var dóttir greifans af Bayeaux í Vallandi; þar sem Frakkland er nú. Hún var mjög fögur og margir menn girntust hana. En árið 890 réðst víkingurinn Hrólfur Rögnvaldsson á bæ föður Popeu; Berenger de Senlis.
Hrólfur sem síðar var kallaður Göngu-Hrólfur eftir landvinninga sína hertók bæinn með liði sínu ig drap Berenger í orusstunni. Hann giftist svo Popeu gegn vilja hennar. Popea og Hrólfur eignuðust tvö börn: Vilhjálm og Dótturina Gerlaugi Adelu. Hrólfur flutti Popeu með sér til Heiðabæjar og þar áttu leiðir þeirra og Korku saman.

Korka Þórólfsdóttir var ambátt. Hún var dóttir Þórólfs höfðingja á Reykjavöllum og ambáttar hans, Mýrúnar sem var herfang frá Írlandi.
Þegar Korka var u.þ.b. 26 ára féll snjóflóð á bæin þar sem hún og Mýrún áttu heima: Álfhóll. Allir á bænum fórust nema Korka sem komst lifandi til Reykjavalla þar sem Þórólfur bjó. Á Reykjavöllum kynntist hún ömmu sinni Úlfbrúnu sem kenndi henni að leggja rúnir og ráða í framtíðinna.
Þórólfur, faðir Korku vildi ekki viðurkenna dóttur sína og þegar hún hafði drepið Hall Illugason bróðurson Þórólfs í sjálfsvörn, þar sem að hann nauðgaði heinni, þá þurfti hún að flýja til Danmerkur. Á leiðinni kom hún til Kaupangs og hitti þar Úlf skögultönn, mannin sem flutti hana til Heiðabæjar. Þegar á áfangastað var komið fangaði hann Korku og seldi hana í þrældóm til Atla Atlasonar frá Suðureyjum sem var einn af væikingum Göngu-Hrólfs. Hann flutti hana í bústað konungs þar sem hann átti heima tímabundið og átti Korka og Popea þar leiðir saman.

Korka þjónustaði Popeu og gaf henni t.d. af borða. Popea fékk oft bræðisköst og lét reiðii sína bitna á þjónustufólki hennar. En Popeu fór að líka við Korka sem lagði oft fyrir hana rúnir. Á meðan að Korka var í Heiðabæ fæddi Popea Geirlaugi Adelu og var það Korka sem fann Kristna yfirsetukonu fyrir Popeu sem sjálf var Kristin eins og flestir Vallendingar.
En Korka þurfti að fara með Atla, sem var ekki lengur húsbóndi hennar því að hann leysti hana úr ánauð fyrir að bjarga lífi sínu, til Suðureyja og skildu þar leiðir Korku og Popeu. En Popea fór síðar með manni sínum til Vallands þar sem að hann tók Normandí á sitt vald.

Korka Þórólfsdóttir og Popea de Senlis voru báðar fangar, en þeir sem fanguðu þær voru ástfangnir af þeim og voru þeir fangar þeirra. “ Hann er fangi minn eins og ég er fangi hans”.

Ég vil hvetja alla að lesa þessa stórskemmtilegu bók.
Váv.