Það hafa allir lesið bækur sem vekja upp hlátur eða spennu. En hefur einhver hérna lesið bók sem vekur upp sterkari tilfinningar eins og reiði, sorg eða jafnvel ást á persónunum í bókinni?

Ég hef oft lent í því að lesa bók sem er það góð ég ég hef ekki viljað að hún endi og orðið svolítið down þegar hún klárast, en fyrr en í dag hef ég aldrei lent í því að verða beinlínis sorgmæddur eftir að ein aðalpersóna í bók deyr. Mér leið eins og að ég væri að missa góðan vin sem ég hafði þekkt í mörg ár :-/

Nei, þetta er ekki Harry Potter bók og nei þetta er ekki Ísfólkið og ég veit eiginlega ekki hvort ég ætti að segja hvaða bók þetta er bara upp á að spoila henni ekki, en ég mæli samt með henni ;-)
Ef einhver vill vita hvaða bók þetta er þá getiði sent mér hugapóst.

En annars, ef einhverjir hérna hafa lent í því að finna fyrir sterkum tilfinningum tengsum skáldsagnapersónum endilega segið frá því hérna.