Jæja, þetta var ein af þeim sem rataði ekki í pakka merktan mér þessi jólin, en ég lét það ekki á mig fá heldur tók hana á bókasafninu um daginn - og kláraði hana á svipstundu. Ég ætla að skrifa nokkur orð um þessa bók.

Stefán Máni hefur gefið út þrjár aðrar bækur, og höfundarferill hans er nokkuð áhugaverður. Hann keyrði víst, úr einhverju sjávarplássi með ekkert (segi svona) nema eina skáldsögu í farteskinu, til Reykjavíkur árið 1996. Þessi bók var gefin út síðar sama ár (Dyrnar á Svörtufjöllum). Svo gaf hann út Myrkravélina ‘99 og Hótel Kaliforníu ’01, ég hef áður lesið Myrkravélina.

Það er ítarleg umfjöllun um Stefán og verk hans á íslenska <p><a href="http://www.bokmenntir.is/bokmenntavefurinn.nsf/f orm/rithofundur.html?Openform&amp;id=D29605EB7AE1CDFB00 256C3E003CC063“>bókmenntavefnum</a></p> og þar segir að Stefán hafi m.a. unnið við &#8222;fiskvinnslu, byggingarvinnu, smíðar, hellu- og pípulagnir, garðyrkju, næturvörslu, ræstingar, bókband, vinnu með unglingum og umönnun geðsjúkra.” Og þessi mikla reynsla hans kemur greinilega í ljós í bókinni. Hann er með mjög sértækan, jafnvel staðbundinn, orðaforða - þá í hinum ýmsu atvinnugreinum. Þetta kemur honum vel í bókinni, hann er augljóslega á heimavelli.

En bókin sjálf greip mig á fyrstu síðu, hún er ótrúlega vel skrifuð, en samt í nokkuð sérstökum stíl. Setningar eru yfirleitt mjög langar og ítarlegar. Hann lýsir minnstu smáatriðum á smásmugulegan hátt, með snert af kaldhæðni á stundum. Húmorinn er í góðu gamni og Stefán beitir honum óspart, þá sérstaklega í mannlýsingum að mér finnst (t.d. bílstjórinn Bóbó).

Það ættu allir að lesa þessa bók, hún kemur manni í skilning um aðstæður, menningu og hugsanir íslenskra farandverkamanna og gerir það vel í ofanálag. Ein besta skáldsaga sem ég hef lesið í langan tíma!