Ég er að leita mér að einföldu ritvinnsluforriti í stað text edit. Mér finnst vanta nokkra hluti í text edit:
-Línunúmer til hliðar
-Að það sé hægt að búa til „svæði“ sem er hægt að opna og loka, með + merki til hliðar (svipað og í ýmsum forritunar-editors þar sem er hægt að fela innihald á lykkjum og opna það upp með +). Þetta sparar manni að þurfa að scrolla lengi í gegnum skjöl til að finna það sem maður er að leita það.
-Þurfa ekki að save-a á nýju format þegar maður bætir við íslenskum stöfum í skjalið
-Þurfa ekki að slökkva á “Check spelling as you type” í hvert skipti sem maður gerir nýtt skjal.

Ef einhverjir af þessum möguleikum eru nú þegar í text edit, látið mig þá endilega vita. Mig langar samt mest í fela-expand möguleikann.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“