Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að fá mér makka til viðbótar við tölvuflotann. Hef verið að nota WinBlows/Ubuntu vél upp á síðkastið.

Vitum allir hvernig Windows getur verið, en það er mest af hugbúnaði fyrir það.

Linux er frekar stöðugur og það er fullt af freeware hugbúnaði fyrir það og er hægt að finna allt sem maður þarf á Linux. En Linux er með þetta leiðinda console vesen alltaf hreint sem er tímafrekt og leiðinlegt ;-)

Nú hef ég ekki skoðað OS X af neinu viti en ég veit að það er byggt á UNIX grunni sem þýðir að það ætti að vera öruggt og frekar stöðugt. Það er hins vegar lítið sem ekkert framboð af freeware hugbúnaði og maður þarf að borga fyrir næstum allt. Svo er ég að heyra leiðindasögur af svokölluðum Beachball Of Death ;-)

Vil bara fá að heyra frá fólki með reynslu áður en ég fer að eyða peningum í græju sem ég þarf í raun og veru ekki á að halda en langar að prófa í ljósi þess að ég er orðinn hundleiður á Microsoft og Linux Console skipunum.